Þrjú ár.
Þriggja ára kvöl
Þriggja ára sæla
Þriggja ára tímabil
helgað þér

Þrjú ár í Helvíti
Þrjú ár í Himnaríki
Þrjú ár í villu
helgaðri þér

Frammundan?
Þrír áratugir?
Þrjú ár?
þrír mánuðir?
Þrjár vikur?
Þrjár mínútur?

Óvíst.

En áfram verður tími minn
helgaður þér.  
Urta
1974 - ...


Ljóð eftir Urtu

hundsgröf
Lítil saga af perlubandi
Ljóð á milli lína
Við Djúpið.
Fyrsti kossinn
Fjölkvæni?
Fall
Þrjú ár.
Eplið og nektin.
Bálför
Stokkhólmssyndrómið