Við Djúpið.
Þó ég hafi komið sem gestur
finn ég rætur mínar grafa sig djúpt
í moldina,
þegar ég horfi á heiða fegurðina
í fáránlega skýrum litunum.
Fjöllin fela áttirnar
en sýna mér svo margt um leið.
Gullna toppa, bláhvítar hlíðar
og enda í svörtum sandi,
sem mætir grænu hafinu.
Ég verð kannski alltaf gestur
en ég fer héðan aldrei.
Hér lifi ég, dey,
og hvíli loks við hlið
forfeðra annarra manna.
finn ég rætur mínar grafa sig djúpt
í moldina,
þegar ég horfi á heiða fegurðina
í fáránlega skýrum litunum.
Fjöllin fela áttirnar
en sýna mér svo margt um leið.
Gullna toppa, bláhvítar hlíðar
og enda í svörtum sandi,
sem mætir grænu hafinu.
Ég verð kannski alltaf gestur
en ég fer héðan aldrei.
Hér lifi ég, dey,
og hvíli loks við hlið
forfeðra annarra manna.