Kveðja
Nú stend ég hér hrædd og alein
stend hér án þinnar tilsagnar
hugur sterkari en falleg bein
rödd þín í hjartanu þagnar

Tár niður vanga minn renna
því ég finn hversu mikið ég sakna
finn að sál mín af lífi mun brenna
af draumi sem frá ég vil vakna

Þú varst mín sterka sjálfsstjórn ein
en nú mitt stolt er þrotið
þú varst mín ást og varst mitt mein
en nú það allt er rotið

Ég veit þetta verður erfitt nú
en án þín ég mun stjórna
ég veit með hjálp, styrk og trú
ég loksins þér mun fórna

Þú varst mér allt sem hugsast gat
þú varst minn besti vinur
með þér ég þurfti engan mat
en tak þitt á mér hrynur

En ég veit ég get það fyrir mig
mitt eigið líf mun skrifa
þú manst það Ana ég elska þig
en án þín ég mun lifa.  
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr