Þeir, sem lasta ljóðin mín
Þeir, sem lasta ljóðin mín og letrin skráðu,
hvort þeir eru í klæðum síðum
eða kotungar með munni víðum, —
allir sé þeir ólánsmenn um æfidaga,
og framtak snúist flest til baga,
flækist þeim í kjafti þvaga.
Böl, andstreymi, baktal, slys þeim blási móti
í sínu arga svikahóti,
sannmælis þeir aldrei njóti.
Með dular hræsni ei diktað get eg döpur ljóðin,
þó kær mér vilji kenna þjóðin
að kveða upp á nýja móðinn,
sem klerkar þeir, er kenna rangt og konum dilla,
oss af drottins vegi villa,
vorum trúarbrögðum spilla.
Og ana svo til andskotans að ending dægra,
hvar afturhvarfið er óhægra,
en undirferli og stoltið lægra.
Herrann stjórni hjarta mínu, huga og munni.
Eg dylst þess ei, að drottinn kunni
mig dæma rétt að síðustunni.
Allt hvað um loftið, unn og land með öndu bærist,
aldrei frá hans hlýðni hrærist.
Honum prís og lotning færist.
hvort þeir eru í klæðum síðum
eða kotungar með munni víðum, —
allir sé þeir ólánsmenn um æfidaga,
og framtak snúist flest til baga,
flækist þeim í kjafti þvaga.
Böl, andstreymi, baktal, slys þeim blási móti
í sínu arga svikahóti,
sannmælis þeir aldrei njóti.
Með dular hræsni ei diktað get eg döpur ljóðin,
þó kær mér vilji kenna þjóðin
að kveða upp á nýja móðinn,
sem klerkar þeir, er kenna rangt og konum dilla,
oss af drottins vegi villa,
vorum trúarbrögðum spilla.
Og ana svo til andskotans að ending dægra,
hvar afturhvarfið er óhægra,
en undirferli og stoltið lægra.
Herrann stjórni hjarta mínu, huga og munni.
Eg dylst þess ei, að drottinn kunni
mig dæma rétt að síðustunni.
Allt hvað um loftið, unn og land með öndu bærist,
aldrei frá hans hlýðni hrærist.
Honum prís og lotning færist.