

hvert hús á sína sögu
kristallaða í regndropum þakrennunnar
sem skolar burt með föllnum eigendum
gamlar sögur renna burt og safnast í poll
í polli minninganna er gruggug drulla gamalla ára
liðinna atburða
gimsteinarnir sökkva til botns
og bíða þar glataðir
uns einhver svamlar í pollinum
og réttir sáttahönd til botns
þar sem óslípaðir demantar bíða
en hornið sem gall er þagnað
í rökkri aldanna er hljóð þess gleymt
og grafið á árbökkum peningafljóta
sem flæða um gömul gróin sár
á bökkunum er óreiða, glundroði
á hafnarbökkunum bíða réttlætisskip sem ekki hafa verið affermd
þau bíða samþykkis sem aldrei kemur
við hin biðum eins og þriggja manna óvinsæl pönksveit
með réttan boðskap en enga áheyrendur
kristallaða í regndropum þakrennunnar
sem skolar burt með föllnum eigendum
gamlar sögur renna burt og safnast í poll
í polli minninganna er gruggug drulla gamalla ára
liðinna atburða
gimsteinarnir sökkva til botns
og bíða þar glataðir
uns einhver svamlar í pollinum
og réttir sáttahönd til botns
þar sem óslípaðir demantar bíða
en hornið sem gall er þagnað
í rökkri aldanna er hljóð þess gleymt
og grafið á árbökkum peningafljóta
sem flæða um gömul gróin sár
á bökkunum er óreiða, glundroði
á hafnarbökkunum bíða réttlætisskip sem ekki hafa verið affermd
þau bíða samþykkis sem aldrei kemur
við hin biðum eins og þriggja manna óvinsæl pönksveit
með réttan boðskap en enga áheyrendur