Í polli minninganna
hvert hús á sína sögu
kristallaða í regndropum þakrennunnar
sem skolar burt með föllnum eigendum

gamlar sögur renna burt og safnast í poll

í polli minninganna er gruggug drulla gamalla ára
liðinna atburða

gimsteinarnir sökkva til botns
og bíða þar glataðir
uns einhver svamlar í pollinum
og réttir sáttahönd til botns
þar sem óslípaðir demantar bíða

en hornið sem gall er þagnað
í rökkri aldanna er hljóð þess gleymt
og grafið á árbökkum peningafljóta
sem flæða um gömul gróin sár

á bökkunum er óreiða, glundroði
á hafnarbökkunum bíða réttlætisskip sem ekki hafa verið affermd
þau bíða samþykkis sem aldrei kemur

við hin biðum eins og þriggja manna óvinsæl pönksveit
með réttan boðskap en enga áheyrendur  
Kristján Sigurðarson
1988 - ...


Ljóð eftir Kristján Sigurðarson

mótun hugans á himnum í vökvaformi með rjómasósu
ljóð dagsins
botnlausar tunnur
kalt
jólasería
laugardagur
#1
Í polli minninganna
#3
Höfuðverkjarheljarþröm
Líkar
bitlaus
sumardagur
ég horfi
upp
Nei
ást
rúmið
tunna
meira
hungur
hið lágæruverðuga
svitasól
#5
#6
#7
#8
#9
#14
mig langaði alltaf að verða ljóðskáld
nýtt líf
plastþræll
silfur
snje
stríð
þekking
sameiginlegt
í kvöld
áætlun
Astarta
gos
flipp
ferðin
sjálfsmynd / skáldsmynd