

Hafið dreymir í landinu
og á hafnarbakkanum situr verndarengillinn
hlekkjaður við krana vandlætis
íklæddur myrkri hins hugsandi manns
vanþekkingin birgir honum sýn
og hafið hleypur niður í kjallara
í stríðum straumum
um kolastokkinn
í mörgum fögrum litum
líkt og sjálf þekking hins sturlaða manns
hafið hefur allt á hornum sér
blandar táknum við trú
og tærist
uppþurrkaður er nú hinn gamli farvegur
frjórrar hugsunar
ís framtíðar hefur verið hreinsaður
og bræddur niður
klofinn milli tveggja heima skáldskaparins
í fjarska gellur öskur sem enginn heyrir
það virðist enginn hlusta
á langspil langlundargeðs
í fyllingu tímans
og á hafnarbakkanum situr verndarengillinn
hlekkjaður við krana vandlætis
íklæddur myrkri hins hugsandi manns
vanþekkingin birgir honum sýn
og hafið hleypur niður í kjallara
í stríðum straumum
um kolastokkinn
í mörgum fögrum litum
líkt og sjálf þekking hins sturlaða manns
hafið hefur allt á hornum sér
blandar táknum við trú
og tærist
uppþurrkaður er nú hinn gamli farvegur
frjórrar hugsunar
ís framtíðar hefur verið hreinsaður
og bræddur niður
klofinn milli tveggja heima skáldskaparins
í fjarska gellur öskur sem enginn heyrir
það virðist enginn hlusta
á langspil langlundargeðs
í fyllingu tímans