

Víf nóttanna koma er dimma tekur
dauðinn hægum öldum um hafið ekur
tár úr augum engils niður vanga lekur
í miðjum hring óttans syngur hann sekur
Lífið það hverfur nóttinni með
hún vængjum hefði haldið hefði ekkert skeð
sjálfs síns drottning en í leik hans peð
því fallegri endi fáir hafa séð
Á bryggjunni hinsta gangan tók enda
burt nú skal hennar lokasorgum henda
á botni hafsins mun engillinn lenda
og svik hans nú engil til himnanna senda.
dauðinn hægum öldum um hafið ekur
tár úr augum engils niður vanga lekur
í miðjum hring óttans syngur hann sekur
Lífið það hverfur nóttinni með
hún vængjum hefði haldið hefði ekkert skeð
sjálfs síns drottning en í leik hans peð
því fallegri endi fáir hafa séð
Á bryggjunni hinsta gangan tók enda
burt nú skal hennar lokasorgum henda
á botni hafsins mun engillinn lenda
og svik hans nú engil til himnanna senda.