Búmm!
Eftir að hafa horft á heimildarmynd bæði um
Bob Dylan
og Rammstein
þá horfði ég á heimildarmynd
um saffranfræið.
Eftir það
fann ég viðtal við Slavoj Zizek
þar sem hann talaði
um aðdáun sína
á hljómsveitinni
Laibach ,
sem sjálfir komu með
steitment
í byrjun myndarinnar
sem var svo flókið
að ég horfði á það fimm sinnum
og síðan fór ég hissa inn á klósett
og horfði í spegilinn
og kíkti síðan í bókahilluna.
síðan horfði ég á
jónuna hálfreykta
á borðinu
og aftur
á
bókahilluna.
Ég skildi ekki steitmentið
en það hljómaði mjög kúl
þar til ég sá nýlegt myndband
með höfundunum
þá var mér alveg sama
þó ég ekki skildi.
Síðan horfði ég á heimildamynd um Afganistan og svo um Líberíu, síðan fékk ég
email.
Frá vinnuveitenda.
Vinnuveitandi (í styttri útgáfu): Hringdu!
Ég: get ég þá fengið pening fyrirfram?
Vinnuveitandi: Já
Ég : Ok flott, hvað á eg að gera?
Vinnuveitandi: Vinna
Ég : Ok, leggðu inn
Vinnuveitandi: Ok
Ég( slekk á símanum
horfi á heimildamynd
um íslenska tónlis
Svavar Knútur
er að vinna við síðasta bindi meistarverks lífs síns í tónlist
3. bindið
er happy tónlist
Svabbi
glaður
og hress.
Ég tárast í smá stund
en kíki fljott
á heimabankann.
Money
Ég horfi á heimildamynd
um Jim Morrison
og síðan um Albert Hoffmann.
Les bók
eftir norskan höfund
horfi á 3Silfur Egils þætti.
Les Egils Sögu og set komment undir umræðupósta í pólitískum netmiðlum.
Eftir nokkuð marga daga af þessu þá er ég fullur af menningu.
Ég svaf vel
ÉG varð reyndar mjög þunglyndur
en drakk oft vín eða neytti lyfja til að stytta mér stundir.
Síðan þegar ég vaknaði einn daginn til að fara upp í sólina
og kannski í bankann
og hringja smá
leiðrétta smá
þá var ekkert að leiðrétta
ég hafði minnkað
úr
mikilli tölu
yfir í
mjög
litla tölu
svo lítil
tala
að ég hef ekki enn
tölu á henni.
Ég fékk lánað á meðan ég hugsa málið.
Er að skoða hvort ég gæti orðið skíðakennari
eða flatfiskflökunarmeistari
setja upp erótískan pulsuvagn
skrifa bók um eitthvað tengt rokki
kannski hvernig einhver sem er rosa
þekktur hugsar
kannski fara uppí sumarbústað
með Bigga í Maus og Einari Vilhjálmsyni og Páli Magnússyni
skrifa um þá
hvað þeir hugsa
hvernig hugsa þeir saman
sitt í hvoru lagi
alla veganna
ég verð að redda mér vinnu
ég er atvinnulaus.
Bob Dylan
og Rammstein
þá horfði ég á heimildarmynd
um saffranfræið.
Eftir það
fann ég viðtal við Slavoj Zizek
þar sem hann talaði
um aðdáun sína
á hljómsveitinni
Laibach ,
sem sjálfir komu með
steitment
í byrjun myndarinnar
sem var svo flókið
að ég horfði á það fimm sinnum
og síðan fór ég hissa inn á klósett
og horfði í spegilinn
og kíkti síðan í bókahilluna.
síðan horfði ég á
jónuna hálfreykta
á borðinu
og aftur
á
bókahilluna.
Ég skildi ekki steitmentið
en það hljómaði mjög kúl
þar til ég sá nýlegt myndband
með höfundunum
þá var mér alveg sama
þó ég ekki skildi.
Síðan horfði ég á heimildamynd um Afganistan og svo um Líberíu, síðan fékk ég
email.
Frá vinnuveitenda.
Vinnuveitandi (í styttri útgáfu): Hringdu!
Ég: get ég þá fengið pening fyrirfram?
Vinnuveitandi: Já
Ég : Ok flott, hvað á eg að gera?
Vinnuveitandi: Vinna
Ég : Ok, leggðu inn
Vinnuveitandi: Ok
Ég( slekk á símanum
horfi á heimildamynd
um íslenska tónlis
Svavar Knútur
er að vinna við síðasta bindi meistarverks lífs síns í tónlist
3. bindið
er happy tónlist
Svabbi
glaður
og hress.
Ég tárast í smá stund
en kíki fljott
á heimabankann.
Money
Ég horfi á heimildamynd
um Jim Morrison
og síðan um Albert Hoffmann.
Les bók
eftir norskan höfund
horfi á 3Silfur Egils þætti.
Les Egils Sögu og set komment undir umræðupósta í pólitískum netmiðlum.
Eftir nokkuð marga daga af þessu þá er ég fullur af menningu.
Ég svaf vel
ÉG varð reyndar mjög þunglyndur
en drakk oft vín eða neytti lyfja til að stytta mér stundir.
Síðan þegar ég vaknaði einn daginn til að fara upp í sólina
og kannski í bankann
og hringja smá
leiðrétta smá
þá var ekkert að leiðrétta
ég hafði minnkað
úr
mikilli tölu
yfir í
mjög
litla tölu
svo lítil
tala
að ég hef ekki enn
tölu á henni.
Ég fékk lánað á meðan ég hugsa málið.
Er að skoða hvort ég gæti orðið skíðakennari
eða flatfiskflökunarmeistari
setja upp erótískan pulsuvagn
skrifa bók um eitthvað tengt rokki
kannski hvernig einhver sem er rosa
þekktur hugsar
kannski fara uppí sumarbústað
með Bigga í Maus og Einari Vilhjálmsyni og Páli Magnússyni
skrifa um þá
hvað þeir hugsa
hvernig hugsa þeir saman
sitt í hvoru lagi
alla veganna
ég verð að redda mér vinnu
ég er atvinnulaus.