

þegar á botninn er hvolft
er ég stúlka röng
með blóð í munnvikum
og hjörtu í höndum
í speglinum sé ég ljón
þakið leyndarmálum
það eru för á veggjunum
eftir mínar klær
öskrandi samviskan flýr
eftir situr illskan
sem sleppur úr þessu fangelsi
er ég stúlka röng
með blóð í munnvikum
og hjörtu í höndum
í speglinum sé ég ljón
þakið leyndarmálum
það eru för á veggjunum
eftir mínar klær
öskrandi samviskan flýr
eftir situr illskan
sem sleppur úr þessu fangelsi