Illskan
þegar á botninn er hvolft
er ég stúlka röng
með blóð í munnvikum
og hjörtu í höndum

í speglinum sé ég ljón
þakið leyndarmálum
það eru för á veggjunum
eftir mínar klær
öskrandi samviskan flýr
eftir situr illskan
sem sleppur úr þessu fangelsi






 
brynja
1990 - ...


Ljóð eftir brynju

Logn hvar?
Nýfallinn
Já með þér
Farinn
Skollinn sá
Hvítur Skítur
Pangea
Við
Sárt enni
Orðin hin
Fólkið á þakinu
Illskan
Rósin
Þrá