Ég er.
Í fyrsta skipti hef ég ástfangin orðið,
þó í speglinum sá ég sjálf sálarmorðið.
Allir þeir hlutir sem hann gerði mér,
drap mig að innan og þá byrði ég ber.

Þó enginn sjái tárin mín falla,
og enginn heyri þegar á hjálp ég kalla.
Þá er ég samt hér og ég fer ekki neitt,
orðin sjálfstæð af reynslu, því getur enginn breytt.

Árum saman var ég brotin niður,
og fyrir öllum var rödd mín bara fjarlægur kliður.
líf mitt sem persóna, ég gaf skít í þig,
og byggði mig upp og fór að verja mig.

Sú sem ég er núna að skrifa ljóð,
er stelpa sem vill skilja eftir sig slóð.
Til fólks í söðunni sem ég í var,
Þið þurfið ekki að vera þar!

Þegar þau bíta þig, bíttu til baka,
beindu orðum að þeim köldum sem klaka.
Sama hvað þau segja er ekkert að þér,
Því enginn er eins, þetta er sú sem ég er.  
Mónika
1993 - ...


Ljóð eftir Móniku

Ég er.
Týnd.
Þú fullkomnar mig.
Ástin mín.
Playa's
Hinir köldu.
Faðir.
Langa Vitleysa.
Hanna. 23.09.07.