Ástin mín.
Ég veit það vel að þessi ást, hún verður mér að bana,
en mér er fokking sama ég elska ekkert nema hana!
hún er þessi sanna ást sem ég vil eiga eina,
og sama hvað ég bulla veit hún alltaf hvað ég meina!
þessi stelpa, draumadísin mín, hún elskar mig og verndar,
og ef eitthvað gerist fyrir mig þá mun hún leita hefndar!
síða hárið hennar, bláu augun, bjarta brosið,
hún bræðir niður hjarta mitt sem ég taldi vera frosið.
sú eina sem að tekur mér alveg eins og ég er,
í fjarlægð og nálægð þá er hún alltaf hér,
alltaf til staðar til hlusta á mig og skilja,
hún er það eina í heiminum sem ég mun alltaf vilja.
þetta lag er tileinkað sirrý, ég verð alltaf hjá þér hér,
og jafnvel alzheimer myndi aldrei geta látið mig gleyma þér.  
Mónika
1993 - ...


Ljóð eftir Móniku

Ég er.
Týnd.
Þú fullkomnar mig.
Ástin mín.
Playa's
Hinir köldu.
Faðir.
Langa Vitleysa.
Hanna. 23.09.07.