Týnd.
hvern einasta dag og hvert einasta kvöld,
verður gleðin að hatri sem tekur öll völd.
hamingjan funar upp í hjarta mér,
bros framan við tárin sem enginn sér.
því gríman sem ég hef hylur öll sár,
og kvíða og hræðslu eftir öll þessi ár.
félagsfælni, kvíðaröskun ásamt þunglyndi,
hjartað mitt faldi þar sem enginn það fyndi.
gleðin ástin og hamingjan týnt,
ekkert nema ör sem ég get engum sýnt.
þegar ég spyr mig sjálfa "hvar týndi ég mér",
er eina svarið mitt "akkúrat hér."
því enginn er búinn að týna sjálfum sér,
fyrr en þegar hann fattar ekki hver hann er.  
Mónika
1993 - ...


Ljóð eftir Móniku

Ég er.
Týnd.
Þú fullkomnar mig.
Ástin mín.
Playa's
Hinir köldu.
Faðir.
Langa Vitleysa.
Hanna. 23.09.07.