Hanna. 23.09.07.
skemmdur hugi, útskorin læri,
náföl og köld hangandi í snæri,
hvað kom fyrir þessa litlu sál?
brautin sem hún gekk reyndist bara of hál,
byrjum á byrjun hún var ung lítil dama,
viltu vita meir eða er þér slétt sama?

hlustaðu,

hún var ung og sæt og saklaus snót,
en henni var varpað snæri um fót,
felldi hana og dró hana niður,
fólk heyrði ekki lengur röddin varð kliður,
hún hrópaði á hjálp en það vildi enginn heyra,
einn daginn hún ákvað að hún þyldi ekki meira.

hvað var það sem kom fyrir hana?
hvaða snæri varð henni að bana?

hún var þrettán ára og gekk veginn ein,
margir skrattar vildu gera henni mein,
en hún var of blind til að sjá það illa,
þessi blíði drengur var í raun hættuleg villa,
hann tók hana í fangið og bar hana burt,
lengst inní skóginn allt var hljótt og kjurrt,
hann reif hana til sín og tók hana með valdi,
myrti sál hennar og hana í runnanum faldi,
hún rankar við sér, öll útí blóði,
sér að þarna liggur að bænum slóði,
hún stendur upp og pínir sig af stað,
svo kemur hún heim og leggst oní bað,
það blæðir og blæðir þetta skilur hún ekki,
þessi athöfn hafði nú um sál hennar hlekki,
stúlkan gat ekki munað hvað var að gerast,
hún var of máttfarin til þess að berjast.

skemmdur hugi, útskorin læri,
náföl og köld hangandi í snæri,
nú veistu hvað kom fyrir hana,
það var ástin sem blindaði hana til bana.
 
Mónika
1993 - ...


Ljóð eftir Móniku

Ég er.
Týnd.
Þú fullkomnar mig.
Ástin mín.
Playa's
Hinir köldu.
Faðir.
Langa Vitleysa.
Hanna. 23.09.07.