Ótti til Aðals
Þú vissir það frá upphafi, enginn sleppur.
Lést samt af þessu verða og nú þú hefur verið merktur.
Brennimerktur um aldur og ævi, jafnvel eftir þetta líf
Aðallinn gefur og tekur jafn auðveldlega, þetta líf.
Því ótti til Aðals, þú kemur til baka.
Eins og nótt fellur yfir, dregur þig til saka.
Reynir samt að felast bakvið sakleysi þitt.
Sem er einskins virði, fæst fyrir slykk.
Dragðu djúpt inn andann, kæri vinur minn.
Nú er tími til að fara, kveðja um sinn.
Mér leiðist að þurfa draga þig burt.
Veit þú vilt vera hér, vilt ekki fara burt.
En þinn tími er liðinn, minn kæri vin.
Kominn tími til að gjalda fyrir þína síðustu synd.  
Helgi Freyr Hafþórsson
1986 - ...


Ljóð eftir Helga Frey Hafþórsson

Ótti til Aðals
Uppá þinn kjaftur.
Flýja
Faðir minn....
Stend einn
Ekki aftur
Söknuður
Martraðir gærdagsins
Lífsvilji
Ljósið í Myrkrinu
Nýtt Upphaf