Uppá þinn kjaftur.
Taktu eitt skref aftur því hann er helvíti mikill þinn kjaftur.
Spáðu aðeins hvað þú segir, hvað helduru virkilega að þú megir?
Lítur helvíti stórt á þig, lítur nánast út fyrir að vera sáttur.
Ótrúlegt hvað allir þínum heimi nema þú eru seinir og treigir.
Bíddu, á núna að leika fórnarlamb....haha, djöfull ertu brattur.
Heldur að þú komist upp með allt en gleymir einu samt.
Að öll þín þvæla hellist niður og hana enginn skilur.
En eitt máttu vita því eitt get ég sagt.
Þín hegðun þykir mér helvíti miður.


Tökum nú aðeins eftir einu,
þú heldur áfram og býður eftir meiru.
glott þitt segir meira en orð geta lýst,
heimurinn um þig hann snýst.
þinn hugur enga samhúð lengur hefur,
skil engan vegin hvernig þú sefur.
 
Helgi Freyr Hafþórsson
1986 - ...


Ljóð eftir Helga Frey Hafþórsson

Ótti til Aðals
Uppá þinn kjaftur.
Flýja
Faðir minn....
Stend einn
Ekki aftur
Söknuður
Martraðir gærdagsins
Lífsvilji
Ljósið í Myrkrinu
Nýtt Upphaf