

Mig dreymdi draum.
Ég stóð á miðju torgi í ókunnu landi.
Haustlaufin lágu á víð á dreif, líkt og þau væru umkomulaus og villt.
Ung kona hljóp yfir torgið í leit að einhverjum, hún grét.
Ég greip í hana, og spurði hvað amaði að.
Þegar ég sá andlit hennar, stöðvaðist hjarta mitt.
Unga konan var ég, örvæntingafull og grátandi.
Hvað hafði orðið um mig?
Ég var orðin að haustlaufi. Villt í ókunnu landi.
En þá vaktir þú mig. Þú vaktir mig og kysstir mig á ennið.
Kysstir mig á ennið og sagðir að allt yrði í lagi.
Að allt yrði í lagi, því þú værir hjá mér og myndir vernda mig.
En ég vissi að draumurinn um haustlaufin í ókunna landinu
með ókunnu konunni á ókunna torginu,
væri fyrirboði um það sem koma skal.
Ég stóð á miðju torgi í ókunnu landi.
Haustlaufin lágu á víð á dreif, líkt og þau væru umkomulaus og villt.
Ung kona hljóp yfir torgið í leit að einhverjum, hún grét.
Ég greip í hana, og spurði hvað amaði að.
Þegar ég sá andlit hennar, stöðvaðist hjarta mitt.
Unga konan var ég, örvæntingafull og grátandi.
Hvað hafði orðið um mig?
Ég var orðin að haustlaufi. Villt í ókunnu landi.
En þá vaktir þú mig. Þú vaktir mig og kysstir mig á ennið.
Kysstir mig á ennið og sagðir að allt yrði í lagi.
Að allt yrði í lagi, því þú værir hjá mér og myndir vernda mig.
En ég vissi að draumurinn um haustlaufin í ókunna landinu
með ókunnu konunni á ókunna torginu,
væri fyrirboði um það sem koma skal.