ég horfi
ég horfi fram í haustmyrkrið
sveipa mig verndarhjúp
dæsi
dreg frá gluggatjöld fávisku minnar
hreinsa æsku mína
og tel
bíð eftir þessu andartaki
sem færir mér ró
í hjartastað
ég hopa fyrir vandlætinu
sem umlykur skel mína í myrkrinu
ég bý mig undir svartnætti
ég feyki af stað andardrættinum
hef upp hugsanir mínar
fleygi þeim af stað
fleygi þeim í ruslatunnuna
ég þvæ hendur mínar af þessum leik
sveipa mig verndarhjúp
dæsi
dreg frá gluggatjöld fávisku minnar
hreinsa æsku mína
og tel
bíð eftir þessu andartaki
sem færir mér ró
í hjartastað
ég hopa fyrir vandlætinu
sem umlykur skel mína í myrkrinu
ég bý mig undir svartnætti
ég feyki af stað andardrættinum
hef upp hugsanir mínar
fleygi þeim af stað
fleygi þeim í ruslatunnuna
ég þvæ hendur mínar af þessum leik