

ég gæti kannski kastað upp endalausum myndlíkingum
viðlíkingum, persónugervingum og framandgervingum
sem enginn skilur
og þannig sagst í laumi á skrautlegan hátt bera með mér einhverjar tilfinningar
en þegar allt kemur til alls
er þetta sáraeinfalt:
mér þykir afskaplega vænt um þig
viðlíkingum, persónugervingum og framandgervingum
sem enginn skilur
og þannig sagst í laumi á skrautlegan hátt bera með mér einhverjar tilfinningar
en þegar allt kemur til alls
er þetta sáraeinfalt:
mér þykir afskaplega vænt um þig
ort 7. september 2010