

ég er eins og þú
plastþræll í plasthafi
ég bað ekki um það
bað ekki um að láta drekkja mér
kaffæra mig
í plastflóði
þetta er plastheimur
platguðinn er plastguð
lastguð
mig vantar björgunarbát fyrir hugsanir mínar
fleiri vasa á úlpuna
heimurinn er vafinn í plast og pappír
og ég skrifa þér þetta bréf
ritað í blóði
á svartan pappír
dönsum umhverfis plastkálfinn
spilum plastknattleik
fljótum um á uppblásnum gúmmíbát eigin sjálfsmyndar
plastþræll í plasthafi
ég bað ekki um það
bað ekki um að láta drekkja mér
kaffæra mig
í plastflóði
þetta er plastheimur
platguðinn er plastguð
lastguð
mig vantar björgunarbát fyrir hugsanir mínar
fleiri vasa á úlpuna
heimurinn er vafinn í plast og pappír
og ég skrifa þér þetta bréf
ritað í blóði
á svartan pappír
dönsum umhverfis plastkálfinn
spilum plastknattleik
fljótum um á uppblásnum gúmmíbát eigin sjálfsmyndar