í kvöld
ég er einmana í kvöld
haltu mér uppteknum
finndu mig
taktu mig

haltu kjafti
kjaftaðu við mig
þetta er óritskoðuð röð orða
orð röða
orðræða

haltu kjafti orðræða
láttu mig vera
haltu mér uppteknum
haltu utan um mig
haltu mér á mottunni

mataðu mig

ég öskra
ég ískra
ég gín
ég skín

feldu mig
ég fel mig
feldu þig
ég fel mig þér

ég fel mig hér
ég fel mig þér á vald
feldu mér þig
feldu þig
feldu þig aftur
farðu
 
Kristján Sigurðarson
1988 - ...


Ljóð eftir Kristján Sigurðarson

mótun hugans á himnum í vökvaformi með rjómasósu
ljóð dagsins
botnlausar tunnur
kalt
jólasería
laugardagur
#1
Í polli minninganna
#3
Höfuðverkjarheljarþröm
Líkar
bitlaus
sumardagur
ég horfi
upp
Nei
ást
rúmið
tunna
meira
hungur
hið lágæruverðuga
svitasól
#5
#6
#7
#8
#9
#14
mig langaði alltaf að verða ljóðskáld
nýtt líf
plastþræll
silfur
snje
stríð
þekking
sameiginlegt
í kvöld
áætlun
Astarta
gos
flipp
ferðin
sjálfsmynd / skáldsmynd