Skrímslið
Spurning: Hver Skrímslið?
Svar: Það er stórt og óhugnalegt. Það er vont skrímsli.

Spurning: Hvernig lítur skrímslið út?
Svar: Það er stórt, og það hefur mjög stór augu sem sjá þig hvar sem þú ert, þú getur aldrei falið þig frá því.Það hefur engin eyru, svo það getur ekki hlustað, það er ekkert sem þú getur sagt til þess að stöðva það.

Spurning: Hvað gerir Skrímslið?
Svar: Það meiðir mig.

Spurning: Hvernig meiðir það þig?
Svar: Ég veit ekki.

Hver er Skrímslið? Hver er það?
Hann getur séð mig.

Spurning: Hann getur ekki séð þig hér, ég lofað þér því, þú ert á öruggum stað.
Svar: Hann mun finna mig.

Spurning: Ég mun vernda þig, ég get lofað þér því, hann mun aldrei meiða þig aftur.
Svar: Þú getur ekki verndað mig. Hann lítur ekki út eins og skrímsli í þínum augum.  
Stefanía Bergsdóttir
1991 - ...


Ljóð eftir Stefaníu Bergsdóttur

Í gamla daga
Brú
dear mother
I miss you
..
Vatnið
Depressed
Sársaukinn
My face is a mask
He´ll use you
Vinir
Þótt himnar gráti
Our King
Hey mommy
Ég hata jólin
Bálið
Bæn
vond gleðinótt
Flaskan
reiði
Að eilífu
Andvaka bið
Missir
Mótmæli
Hjálpsemi
Kveðja
Sylvia í kjallaranum
Við höfnina
Í garðinum bakvið húsið
Endurgjald
Skrímslið
Búr