Astarta
það er rigning í hausnum á mér
það er ljóð í hausnum á mér

engar viðbætur verða gerðar á vegum
en allar leiðslur og tengingar í hausnum á mér
eru úreltar með öllu

ég ætla að fá eina með öllu
ég er ekki með öllum mjalla

mjaltatímanum er lokið
en kýrnar standa við mjaltavélarnar og geispa
bíða þess að mjólk verði sett í tankinn

hversu lengi eiga þær að bíða, Astarta?
það væri ágætt ef Theo kæmi nú einu sinni heim
og þá þyrfti ég ekki að horfa á öll þessi ljótu þök í eymd minni
því hvað er Vesturbærinn annað en ljót þök og rigning og fölt fólk í sundi?

líklega er víðar fölt fólk í sundi
en Vesturbærinn er samt ömurlegastur allra
nei djók
hann er fínn
en ég hef samt efasemdir
um að þetta ljóð hafi nokkra stefnu  
Kristján Sigurðarson
1988 - ...
ágúst 2013


Ljóð eftir Kristján Sigurðarson

mótun hugans á himnum í vökvaformi með rjómasósu
ljóð dagsins
botnlausar tunnur
kalt
jólasería
laugardagur
#1
Í polli minninganna
#3
Höfuðverkjarheljarþröm
Líkar
bitlaus
sumardagur
ég horfi
upp
Nei
ást
rúmið
tunna
meira
hungur
hið lágæruverðuga
svitasól
#5
#6
#7
#8
#9
#14
mig langaði alltaf að verða ljóðskáld
nýtt líf
plastþræll
silfur
snje
stríð
þekking
sameiginlegt
í kvöld
áætlun
Astarta
gos
flipp
ferðin
sjálfsmynd / skáldsmynd