Þrjú orð
Alltaf nálægt, aldrei sögð,
hrópuð með brosi,
gliti í augum,
ljúfri þögn.
Svo voru þau flúin,
loksins frjáls.
Ég sagði þau upphátt,
þú greipst þau
speglaðir,
sendir aftur til mín.
Frá þér þau
fylltu mig krafti
gáfu mér yl.
Það er hlýtt í návist
þinni,
stjarnan mín.

 
Október
1908 - ...


Ljóð eftir Október


Haust
1sti kossinn.
Hulda
Þrjú orð
Lífið
Þú veist hver þú ert.
Ferðalag
Hvernig það var.
Ekkert er ómögulegt.
Nánd
Örlögin
Samhljómur
Taktur án..
Vinátta
Tækifæri