Ferðalag
Á ferðalagi yfir blómlega velli
auðnir, fjöll og dali.
Þú leitar stöðugt,
lítur á kort eða klukku.
Er ég hugsanlega villt?

Horfir á sjóndeildarhringinn
leitar að áfangastað.
Hraðinn svo mikill
þú missir af því
sem á vegi þínum verður.

Hvað er eitt tré,
fallegt sólsetur,
blár himinn,
og grænir akrar?

Hvað eru börn okkar,
ættingjar og vinir?
Er áfangastaðurinn mikilvægari
en sú fegurð eða félagsskapur
sem feðalagið býður?

Er það sem vantar á leið þinni
mikilvægar en lífið,
lífið sem þú gætir lifað
ef þú aðeins fengir
notið ferðarinnar?

Staldraðu við,
þú missir ekki af neinu.
Allt sem þú þarft
er í lífinu núna.

Leyfðu þér að njóta þess sem
þú heldur að sé ekki þar.
Lifðu fyrir þig með
hjálp þeirra sem elska þig.

Vertu fyrst og síðast
þú. 
Október
1908 - ...


Ljóð eftir Október


Haust
1sti kossinn.
Hulda
Þrjú orð
Lífið
Þú veist hver þú ert.
Ferðalag
Hvernig það var.
Ekkert er ómögulegt.
Nánd
Örlögin
Samhljómur
Taktur án..
Vinátta
Tækifæri