

Ég er venjulegur maður.
ég bý í venjulegu landi,
í venjulegri borg,
í venjulegu húsi,
í venjulegu herbergi.
Ég er umkringdur venjulegu fólki
sem gerir venjulega hluti.
Lífið er venjulegt.
Mín bíður venjulegt líf.
Vakna á sama tíma alla daga,
raka sig, setja á sig bindið,
fara í vinnuna, níu til fimm,
koma heim, hlusta á nöldrið í krökkunum
rífast við konuna
setjast fyrir framan sjónvarpið
og líða út af með bjór í hendi.
Ég verð að eiga allt:
Tvo bíla, jeppa,
einbýlishús,
sumarbústað,
nuddpott,
heilsurækatarkort,
ljósakort.
Ég verð að vera venjulegur maður,
leiðinlegur maður.
Ég verð.
Ég verð að vera eins og þið.