Kæra vinkona
Hvað gerðist
kæra vinkona
hvert ætlar lífið
að stefna þér

augun þín eru full
af angist
og óútskýranlegum sársauka
sem líklega enginn
fær skilið nema þú
ef þú skilur hann þá sjálf

Hvað gerðist
kæra vinkona
hvað ætlar
lífið sér með þig

ein á móti skilningsleysi
heimsins
sem veit ekki hvernig
það er að tapa öllu
og sálinni með
en þú hafðir miklu að tapa
eflaust meira en við flest

Hvað gerðist
kæra vinkona
hvert ætlar þú
að stefna

ertu að bíða
eftir að fljót tímans
hrífi þig með sér
að ósum eilífðarinnar

eða ætlarðu ekki neitt
 
Sigurgeir Vilmundarson
1972 - ...


Ljóð eftir Sigurgeir

Allsnægtarpláneta
Miðað á mánann
Metnaður
Synir vor þjóðar.
Andleg upprisa.
Skilningur
Harður húsbóndi
Móðir
Myndin
Einmanna sál
Örvænting
Í draumi þeirra daga (vinarkveðja)
Myndin af okkur
Norðanbylur
Í brotnu gleri
Eins og allir hinir
Samferða
Samstíga
Áttavilltur
Fílamaðurinn og hirðirinn hans.
Skömm
Ofvirkni
Hvað er frelsi?
Kæra vinkona
Þráhyggja.
Nostalgía
Í brimrótinu