Týnd
Stúlkan gekk og gekk
en aldrei komst hún neitt,
engar vísbendingar fékk
en alltaf gekk hún gleitt.

Stúlkan hljóp og hljóp
en ekkert gekk þá upp,
hún hljóp svo við fót
og hún datt en stóð aftur upp.

Stúlkan skreið og skreið
hún var orðin allt of sein,
loks varð leiðin orðin greið
hún var komin aftur heim.
 
rósin
2000 - ...


Ljóð eftir rósin

Fall
Þjófur
Lok
Áhyggjulaus
Upptekin
Án hans
Fjölmenni
Dauð kátína
Vonleysi
Týnd
Klettar lífsins
Aumar taugar
Hinar stelpurnar
Á ég að þegja?
Augnablik
Amma
Mannfólkið