Aumar taugar
Taugaóstyrk og titrandi,
trítla ég aftur til þín.
Líðandi og leitandi
ljósinu þínu í.

Tilfinningar ei tæmandi,
traumast haus mínum í.
Mjaka mér í mjúkum sandi,
Mikið í hafinu býr.

Má ekki meiða þig aftur,
mikið var það nú leitt.
Sjálfhverfi og sjálfselski kraftur,
fékk illa úr sér greitt.

Að elska og undra til skiptis,
er ekki beint mitt fag.
Hjartað hratt til og frá kippist,
ég hrópa og bið nýjan dag.  
rósin
2000 - ...


Ljóð eftir rósin

Fall
Þjófur
Lok
Áhyggjulaus
Upptekin
Án hans
Fjölmenni
Dauð kátína
Vonleysi
Týnd
Klettar lífsins
Aumar taugar
Hinar stelpurnar
Á ég að þegja?
Augnablik
Amma
Mannfólkið