Í brimrótinu
Hérna ertu og andar
vitund mín strandar
í hvarmi augna þinna.
Í brimrótinu þú birtist
að því er virtist
úr tómi drauma minna
Ég marvaðann treð
hvað hefur skeð
í sjórekinni sálinni minni.
Finn ekki orðin
ískaldur orðinn
og fálma eftir björgun þinni.
Ég veit
það eru draumar sem draga mig
Ég veit
það eru draumar sem draga þig
sálir okkar beggja
eins og sverð tvíeggja
við þráum hvort annað
þó að það sé bannað
vitund mín strandar
í hvarmi augna þinna.
Í brimrótinu þú birtist
að því er virtist
úr tómi drauma minna
Ég marvaðann treð
hvað hefur skeð
í sjórekinni sálinni minni.
Finn ekki orðin
ískaldur orðinn
og fálma eftir björgun þinni.
Ég veit
það eru draumar sem draga mig
Ég veit
það eru draumar sem draga þig
sálir okkar beggja
eins og sverð tvíeggja
við þráum hvort annað
þó að það sé bannað
Um ást.