Styttir upp á ný
Sækir á dimmt svartnætti
Í fárviðri er aldan stigin
Skjóls ég leita í veikum mætti
Örmagna, næstum hniginn

Moldbylur í skammdegi
Hve heitt ég þrái lygnan sjó
Að fley mitt loks það megi
Líða um í friði og ró

Drunginn breiðir arma sína
Þétt faðmlagið þjáningar auka
Handan ég heyri röddu þína
Enn fleiri stundir að þrauka

Man þá daga er sólin skein
Er ylur fyllti sinni
Einlæg gleði, engin mein
Í veröldinni minni

Óðum nálgast kyrrðardagur
Sólin björt og hlý
Flötur sléttur og spegilfagur
Það styttir upp á ný  
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið