Græt þig enn
Í móðurkvið ég lagði þig

Í öryggi og hlýju

En óvissan hún skelfdi mig

Ég brást þér á ögurstundu



Sat hjá er þeir myrtu þig

Lamaður og huglaus

Myrkar hugsanir herja á mig

Aumur, sjálfhverfur, duglaus


Líf þitt slökknaði,

vegna mín

Hjarta mitt brotnaði,

vegna þín



Andvana hróp þín

Bergmála í sálinni

Kvalin samviska mín

Brennur í eilífðinni



Iðrun á hvarm færir tár

Hugarhvíld mér gefur senn

Sagt er tíminn lækni sár?

Dóttir kær, ég græt þig enn  
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið