Frelsarinn
Föðurins sonur er sté af himnum
Syndlaus gekk um fallna jörð
Í leit af særðum, villtum sauðum,
Hann alúðlega smalar í hjörð

Okkur gefin,
af elsku og náð
Krossfestur, dáinn
eftir þjáningu og háð

Dauðadómsins gjald,
Hann gaf á þriðja degi
Sigraði syndarinnar vald
Svo náðin auðmjúka, klæða megi

Iðrun og trú,
frelsar oss frá syndum
Lífsins leiðandi brú,
lögð að skaparans eilífðar lindum
 
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið