Sandurinn og hafið
Ég er sandurinn
Þú ert hafið
Man þann dag er mjúk aldan,
rann yfir þurra fjöruna,
og gæddi hana nýju lífi

Smáfuglarnir nutu sín í flæðarmálinu
Böðuðu sig á ylvolgu grunninu
Týndu æti úr sandinum
Sandurinn og hafið veittu þeim öryggi og lífsgæði

Svo gekk yfir stormur
Óvægt brimið barði á sléttri fjörunni
Hafrótið markaði sár í sandinn,
raskaði öllu jafnvægi

Fuglarnir fljúga í var
Hraktir og hvekktir,
bíða og vona að óveðrinu lægi
svo þeir geti baðað sig í flæðarmálinu á ný  
Brynjar Júlíusson
1972 - ...


Ljóð eftir Brynjar Júlíusson

Bakkus
Ræðarinn
Hann lifir
Hjartasorg
Græt þig enn
Snjóalög hugans
Sandurinn og hafið
Náðun
Lífsins feigðar vindar
Styttir upp á ný
Frelsarinn
Blómið