Kulda boli
Nístings kaldur salurinn
Sem eitt sinn hýsti margmenni
Stendur nú einn og einmana
Hrímaðir eru veggirnir
Þeir kasta bergmálinu sín á milli
Hvert fóru allar raddirnar?
Sem áður heyrðust hér

Skafrenningur leikur
Um stræti hugans
Kuldaboli sýnir tennurnar
Og urrar á meðan
Strætin standa tóm
Hér er það vetur konungur
Sem ræður ríkjum
Hér er hvorki hlegið, né sungið
Eins og áður var

Dalur sem eitt sinn blómstraði
Og fóstraði hugmyndir, listigarða
Stendur nú gaddfreðinn
Einn og auður, einamanna
Dalsminni auðnarinnar
Eyðiland sálarinnar

Hvert fór allt fólkið? Öll blómin?
Hvert fóru raddirnar?
Sem heyrðust ótt og títt
Hvert fóru guðirnir?
Guðirnir …
Sem eitt sinn voru feður mínir  
Niftar
1985 - ...


Ljóð eftir Niftar

Kulda boli
Klukkan
Svarthol
Rökkurdýrð
Fræið
Vofur
Flóinn
Örlagafíkill
Kvöldroðadís
Like
Bernskubrek