Like
Á bak við farðann og falska brosið
Þar finnst kannski sorgmædd mey
Líf hennar er lygi og með glysi er það ofið
Langþráð like-in leyna sér ei

Uppvakningar teljast margir með tölu
Þeir tálga líf sín að glansmyndum
Lifa fyrir like-in, sauðir sem bíða í röðum
Langþreyttir seilast þeir eftir hlunnindum

Margur er sauður en sumir eru þó vargar
Sá er talinn heimskur sem vill ekki frægð
Líf þeirra til sölu, lygasögur svo fagrar
Flestir láta lepjast, tilvist mannsins er í lægð

Lúxus er eigi fyrir alla en það er nú lífið
Því verður að pósta á meðan ljóðskáldið deyr
Hamingjan er like-in og himnasælan er vínið
Hugsunin er að deyja, enginn þarf hana meir  
Niftar
1985 - ...


Ljóð eftir Niftar

Kulda boli
Klukkan
Svarthol
Rökkurdýrð
Fræið
Vofur
Flóinn
Örlagafíkill
Kvöldroðadís
Like
Bernskubrek