Örlagafíkill
Örmagna var ég, örlagafíkill
Fastur í fjötrum, dæmdur til dauða
Fíknarinnar eign, hún vildi mig þrælka
Barin til blóðs, næstum borinn til grafar

Ég þráði svo frelsið, var talin til sauða
Gat ekki séð að ég var bundinn og fastur
Óttaðist margt, myrkrið hló að mér
Kvalinn ég var, en gat ekki kveinað

Vitið ég missti, vitstola varð ég
Mínir nákomnu töldu að ég kæmi ei til baka
Örlögin mér mættu, ég leitaðist hjálpar
Ljósglætu sá ég, hönd var rétt að mér

Ég hitti þá mann og bar það á góma
Að það væri til máttur sem gæti mig frelsað
Sál mína fékk ég gegn vægu verði
Hamingjan tók mig, óx mér þá hjarta  
Niftar
1985 - ...


Ljóð eftir Niftar

Kulda boli
Klukkan
Svarthol
Rökkurdýrð
Fræið
Vofur
Flóinn
Örlagafíkill
Kvöldroðadís
Like
Bernskubrek