Vofur
Fnykur leikur um loftið
Það flæðir upp úr
Yfirfullum öskubökkunum
Vofur liggja eins og hráviði
Um víð og dreif
Eins og tómar flöskurnar
Dreymandi …
Deyjandi …

Vofur sem ganga stundum
Um ganga ógæfunnar
Á viðkomustað ávanans
Dreymandi …
Um líf sem fæst ekki
Á útsölu hjá ÁTVR
Hver elskar ekki náttsloppa ást?
Líberíum losta?

Í listigarði eilífðarinnar
Fá þær langþráða hvíld
Þar finnst loksins friður
Fyrir skarkala sálarinnar
Þar liggja þær saman
Dreymandi …
Sem lítil gleymd vandamál  
Niftar
1985 - ...


Ljóð eftir Niftar

Kulda boli
Klukkan
Svarthol
Rökkurdýrð
Fræið
Vofur
Flóinn
Örlagafíkill
Kvöldroðadís
Like
Bernskubrek