Bernskubrek
Líf mitt var dans á rósum, þyrnarnir stungu sár
Sunginn í svefn af rökkrinu, bugaður, svo smár
Mótaður af harðneskju og myrkri, eigi felli ég tár
Minningarnar mínar svíða um stolin bernsku ár

Hver á sinn djöful að draga, en djöfullinn hann mig dró
Draumar mínir hurfu fljótt því fíknin mig í andlitið sló
Gat ekkert nema hlustað þegar röddin úr rökkrinu hló
Ráðvilltur, ég kunni ei að lifa því í bernsku minni ég dó

Ég átti svo erfitt með að gleyma, öllu því sem sveið
Sá ekkert fyrir því mistri sem lagði um mína leið
Var ónotafullur að innan og óttasleginn ég beið
Óvissan átti mig allann því gata mín var ei greið

Það átti hug minn allan, það sem gréri og var grænt
Gráðugur í breytt ástand, það mér þótti svo vænt
Án þess að ég vissi af því, var rænu minni rænt
Ráðalaus hafði ég lengi verið, í myrkrið hafði ég mænt

Það kom að þeim tíma að vitstola ég varð
Verkið hafði ég unnið, geðklofa fékk ég í arð
Í hjarta mínu þar hafði myndast gríðar skarð
Hatur hafði ég á mér sjálfum, fullur örvæntingar ég varð


Bara ef ég gæti farið til baka og öllu þessu breytt
Beðið mig um að hætta, því ég hef sjálfan mig meitt
Þegar ég lít aftur til baka og sé að ég á aðeins eitt
Allsgáðan huga sem áður fyrr gat einungis neytt  
Niftar
1985 - ...


Ljóð eftir Niftar

Kulda boli
Klukkan
Svarthol
Rökkurdýrð
Fræið
Vofur
Flóinn
Örlagafíkill
Kvöldroðadís
Like
Bernskubrek