Kvöldroðadís
Eins og lítið barn
Í vöggu kvöldroðadísar
Á meðan skuggarnir
Leika um fjöllin
Frá endurskini föður þeirra
Eins og lítið barn
Sem rífur og tættir
Allt sem er móður þess kært
Og lætur illum látum
Rífur upp foldina
Og öskrar sigri hrósandi
Og hlær
Á meðan móðurinni blæðir
Og spyr sig svo
Hvenær mun hún taka kodda minn
Og kæfa mig?  
Niftar
1985 - ...


Ljóð eftir Niftar

Kulda boli
Klukkan
Svarthol
Rökkurdýrð
Fræið
Vofur
Flóinn
Örlagafíkill
Kvöldroðadís
Like
Bernskubrek