Fræið
Lítið fræ fýkur
með norðaustan gustinum
Það lendir í faðmi foldarinnar
Sem tekur utan um það
Með frjóum armi sínum

Regndropar falla
Úr ferðalúnum skýjabökkum
Þeir næra foldina
Svo kviknar líf
Og fræið blómstrar

Fræ sem verður blóm
Blóm sem blómstrar um tíma
Frjóvgast og fjölgar sér
Nærist og nýtur sín
Í vöggu foldarinnar
Og drekkur lífsvökvann
Úr brjóstum himinsins

Það lifir um stund
Og kveður svo
Foldina, skýin og sólina
Mæður sínar þrjár
Það fer burt brosandi og ánægt
Yfir vel unnu ævistarfi

Yngri blómin taka við
Og minnast blómsins
Sem eitt sinn
Gerði heiminn ögn fegurri
Undir kossum sólarinnar  
Niftar
1985 - ...


Ljóð eftir Niftar

Kulda boli
Klukkan
Svarthol
Rökkurdýrð
Fræið
Vofur
Flóinn
Örlagafíkill
Kvöldroðadís
Like
Bernskubrek