Lífsins glóðir
Hjarsláttur er býr til orð, grátur er græðir.
Tungumál kærleikans sem aðeins ástin skilur.
Það ómar frá þínum hæðum.
Þar sem draumar byrja sem tár,
Stjörnumerkjum stráð í snjóinn.
Andartak, er breytir augnabliki í ár.
Því sérhver hugsun býr til spor.
Og ein von getur breytt vetri í vor.
Því nú er bundin, sál við sál.
Og hlýr vindur, blæs yfir lífsins glóðir.
Því dauðleg vera, er orðin móðir.
Tungumál kærleikans sem aðeins ástin skilur.
Það ómar frá þínum hæðum.
Þar sem draumar byrja sem tár,
Stjörnumerkjum stráð í snjóinn.
Andartak, er breytir augnabliki í ár.
Því sérhver hugsun býr til spor.
Og ein von getur breytt vetri í vor.
Því nú er bundin, sál við sál.
Og hlýr vindur, blæs yfir lífsins glóðir.
Því dauðleg vera, er orðin móðir.