Lífsins glóðir
Hjarsláttur er býr til orð, grátur er græðir.
Tungumál kærleikans sem aðeins ástin skilur.
Það ómar frá þínum hæðum.
Þar sem draumar byrja sem tár,
Stjörnumerkjum stráð í snjóinn.
Andartak, er breytir augnabliki í ár.
Því sérhver hugsun býr til spor.
Og ein von getur breytt vetri í vor.
Því nú er bundin, sál við sál.
Og hlýr vindur, blæs yfir lífsins glóðir.
Því dauðleg vera, er orðin móðir.
 
Halldór
1976 - ...


Ljóð eftir Halldór

Sjónarspil himnanna
Grafhýsi hugans
Faðmur svefnsins
Loginn
Lífsins glóðir
Lítið ljós
Sár í síðu tímans
Heimilislausar hugsanir
Trú, von og kærleikur
Óskir
Ljósið leynis víða
Haf hugans
Úr munni mánans