Heimilislausar hugsanir
Ástríða sem gæti fyllt höfin.
Ljósið sem lifir í augum ólík öðrum.
En myrkrið og djúpið eru í fórum mínum
og enn enn eys nóttin stundum af þínum degi.
Og af skýjum drjúpa syndir sætari en hungang
og vonin litar þau silfurblá.
En kannski mun þögnin veita mér skjól
eða fjarlægðin feykja mér í burtu.
Þegar skáldið setur upp dimma sól
og hengir upp myrkvað tungl
þá uppljóstrar lýgin því er syndin veit.
Þegar regnið sprettur upp úr viðjum jarðar og
skolar skuggum burt.
Eins og þegar minn engill býr til bros í iðrum minnar sálar.
 
Halldór
1976 - ...
Átti aldrei að vera ljóð, bara saman safn hugmynda sem mig vantaði að gera eitthvað við. Og þetta varð upp úr þurru útkoman.


Ljóð eftir Halldór

Sjónarspil himnanna
Grafhýsi hugans
Faðmur svefnsins
Loginn
Lífsins glóðir
Lítið ljós
Sár í síðu tímans
Heimilislausar hugsanir
Trú, von og kærleikur
Óskir
Ljósið leynis víða
Haf hugans
Úr munni mánans