Trú, von og kærleikur
Hlustaðu nú á kveðju, köldum kistubotni frá.
Rofinn róm sem bergmálar og svífur hjá.

Ofar, hvíla geislar, grafarbakka á.
Umlukktir englum sem aðeins hinir dánu sjá.
Englar sem krjúpa og biðja, biðja um fleiri andartök að fá.
Biðja um fleirri stundir, festingunni á.

Þessi ljósblá, ljúfu augu skáru svartnættið.
Földu mínar sorgir og færðu mér frið.
Voru sem speglar, er sönnuðu að ég var til.
En þarna drukknuðu draumarnir, í hamingjunnar hil.

Nú kemur þú og kveður, og kissir kistur tvær.
En í þeim hvíla trú og von, á meðan kærleikurinn færist fjær.
Þreyttur á að bíða, að bíða eftir þér.
Nú er hann loks farinn, í leit að sjálfum sér.

Svo hverfum við í húmið og ekkert fær því breytt.
Við verðum alveg agnarsmá og síðan ekki neitt.  
Halldór
1976 - ...


Ljóð eftir Halldór

Sjónarspil himnanna
Grafhýsi hugans
Faðmur svefnsins
Loginn
Lífsins glóðir
Lítið ljós
Sár í síðu tímans
Heimilislausar hugsanir
Trú, von og kærleikur
Óskir
Ljósið leynis víða
Haf hugans
Úr munni mánans