ökuljóð (II)
II

verður ekki um sel
þarna í farþegasætinu

sé brynjaðan vígamann
með brugðið sverð
bera við rokkinn himin
efst á hæðinni

léttir er við nálgumst
og hann ummyndast
í hokinn ferðalang
sem kvöldþreyttur leiðir
drekkhlaðinn fák sinn
upp brattasta hjallann

skapi næst að bölva pollaleysinu
er hann birtist slefandi
í baksýnisspeglinum
 
Hjörvar Pétursson
1972 - ...
Birtist í 7. hefti Andblæs (1997)


Ljóð eftir Hjörvar Pétursson

síðdegis
í litlu þorpi
ökuljóð (I)
ökuljóð (II)
ökuljóð (III)
eftirleikur
Gunnar er enn heill heilsu
Pissusálmur nr. 51
þar sem þið standið
erótómía
heiði
lyst
paradísarhylur
kveðja (III)
djöfullinn er upprunninn að neðan