

II
verður ekki um sel
þarna í farþegasætinu
sé brynjaðan vígamann
með brugðið sverð
bera við rokkinn himin
efst á hæðinni
léttir er við nálgumst
og hann ummyndast
í hokinn ferðalang
sem kvöldþreyttur leiðir
drekkhlaðinn fák sinn
upp brattasta hjallann
skapi næst að bölva pollaleysinu
er hann birtist slefandi
í baksýnisspeglinum
verður ekki um sel
þarna í farþegasætinu
sé brynjaðan vígamann
með brugðið sverð
bera við rokkinn himin
efst á hæðinni
léttir er við nálgumst
og hann ummyndast
í hokinn ferðalang
sem kvöldþreyttur leiðir
drekkhlaðinn fák sinn
upp brattasta hjallann
skapi næst að bölva pollaleysinu
er hann birtist slefandi
í baksýnisspeglinum
Birtist í 7. hefti Andblæs (1997)