Gáta
Systkin erum tvö,
samt ólík næsta,
hún systir er dökk
en sólbjartur ég.
Hún þykir helköld,
ég heitur næsta,
bæði þjáum við
brautfarendur.
Hvort okkar flýr
fyrir hinu,
henni ég fylgi
hún mig eltir.
Erum þess vegna
aldrei bæði
undir sama
seggja þaki.  
Þjóðkvæði og alþýðukveðskapur


Ljóð eftir Þjóðkvæði

Vikudagarnir
Viðlag
Viðlag
Viðlag
Ljúflingsljóð
Gáta
Gáta
Gáta