Ljúflingsljóð
Sofi, sofi sonur minn.
Sefur selur í sjó,
svanur á báru,
már í hólmi,
manngi þig svæfir,
þorskur í djúpi.
Sofðu, ég unni þér.

Kýr á bási,
kálfur í garða,
hjörtur á heiði
en í hafi fiskar,
mús undir steini,
maðkur í jörðu,
ormur í urðu.
Sofðu, ég unni þér.

Bjór hjá vötnum
í björgum skarfur,
refur í hreysi,
reyr í tjörnum,
álft á ísi,
önd í bökkum,
otur í gljúfrum.
Sofðu, ég unni þér.

Seiði á flúðum
en í sundi murtur,
björn í híði
með breiða hramma,
vargur í viði
en í vatni gedda,
áll í veisu.
Sofðu, ég unni þér.  
Þjóðkvæði og alþýðukveðskapur


Ljóð eftir Þjóðkvæði

Vikudagarnir
Viðlag
Viðlag
Viðlag
Ljúflingsljóð
Gáta
Gáta
Gáta