sannfæring sjálfsmyndar
Þú dróst upp myndir og sagðir:
Þetta er ég.
Lítil og góð.
Ég leit ekki einu sinni á þær.
Ég veit að þú ert ekki lítil og góð.
Þú otaðir myndunum að mér og sagðir:
Sjáðu mig.
Litla og góða.
Ég lokaði augunum.
Mundi þegar þú hafðir komið heim
með blóðugar hendur sakamanns
og nauðgaðir mér með orðunum
sem flóðu úr kjafti þínum
eins og hugtök tíð í helvíti.

Þú ert ekki lítil og góð!  
Júlía
1978 - ...
Skrifað 2. maí 1998


Ljóð eftir Júlíu

Sigti
sannfæring sjálfsmyndar
Og þó svo skýin falli?
Pant ekki fara til læknis
Leikur að orðum
Fórnun
Rigningin
Af eða á
-
Óhugsanlegt*
Skipanir
Hann
orð
Í litlum poka
Búa til
í lest
rómantíska svartnættið
Tap