Fórnun
Ljáðu mér eyra,
sagði gamli maðurinn sem var í brúnu jakkafötunum og sat í ruggustólnum.
Hann saug fast upp í nefið
og ég sá þegar tóbakið þyrlaðist upp eftir nasagöngunum,
upp í höfuðkúpuna.

Ég skar af mér eyrað
og ljáði honum.  
Júlía
1978 - ...
Skrifað í júlí 1997


Ljóð eftir Júlíu

Sigti
sannfæring sjálfsmyndar
Og þó svo skýin falli?
Pant ekki fara til læknis
Leikur að orðum
Fórnun
Rigningin
Af eða á
-
Óhugsanlegt*
Skipanir
Hann
orð
Í litlum poka
Búa til
í lest
rómantíska svartnættið
Tap