Búa til
Lítil orð sem eiga að merkja allt,
segja allt
sem í mér býr
upplýsa allt
sem ég veit og veit ekki,
falla sem hraun úr munni mér
eftir eldgosið mikla í hjarta mínu.

Þau orð
eru kannski ekkert
nema óregluleg röð bókstafa fyrir þig.

En hvernig sem ég reyni
að skilja ekki orðin
liggur merkingin svo ljós fyrir,
skýr og tær í orðaflaumnum,
heit sem hraunið
og storknar
gleymist því aldrei.

Líkami minn ber merkin
líkt og jörðin sem lenti undir hraunflóðinu.
Hólar og urðir líkama míns
eru orðin mín,
merking þeirra
og upplifunin sem olli flæði þeirra.

Hvað veldur gjósinu?, spyrðu kannski.

Ef þú veist ekki að það ert þú,
þá veistu ekkert um mig.  
Júlía
1978 - ...
Skrifað 23.júní 2004


Ljóð eftir Júlíu

Sigti
sannfæring sjálfsmyndar
Og þó svo skýin falli?
Pant ekki fara til læknis
Leikur að orðum
Fórnun
Rigningin
Af eða á
-
Óhugsanlegt*
Skipanir
Hann
orð
Í litlum poka
Búa til
í lest
rómantíska svartnættið
Tap